Hagnaður Dagar hf., sem áður hét ISS, nam 71 milljón króna á árinu 2020 sem er ágætis viðsnúningur frá árinu áður þegar að tap af rekstri var 113 milljónir. Þetta kemur fram í ársreikning Daga fyrir árið 2020.

Velta félagsins á síðasta ári nam tæpum 4,6 milljörðum og jókst hún lítillega á milli ára, eða um 2%. Rekstrarkostnaður félagsins nam 4,3 milljörðum og þar af var launakostnaður langstærsti kostnaðarliðurinn eða 3,7 milljarðar. Fjöldi starfsmanna á árinu var 498 manns samanborið við 546 árið áður.

Heimsfaraldurinn hafði áhrif á rekstur félagsins í byrjun faraldursins. Það varði ekki lengi og var veltan meiri fyrir árið 2020 en 2019. Eignir Daga námu 2,4 milljörðum í lok árs og eiginfjárhlutfall félagsins var um 30%. Forstjóri Daga er Pálmar Óli Magnússon.