ORF Líftækni hefur í rúman áratug þróað og framleitt vörur sem unnar eru úr prótínum úr fræjum byggplöntunnar, en húðsnyrtivörur fyrirtækisins hafa notið verulegra vinsælda bæði hér heima og erlendis.

„Vörurnar okkar eru einstakar að því leyti að þær innihalda EGF frumuvakann og virkni EGF frumuvakans er þekkt og vel rannsökuð. Sá sem uppgvötaði EGF frumuvakann fékk Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1986 þannig að þetta er eitthvað sem er þekkt og vel skilið. Við erum eina fyrirtækið í heiminum sem tókst að framleiða þennan EGF frumuvaka í plöntum og veitir okkur því mikla sérstöðu“, segir Kristinn, forstjóri ORF Líftækni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð . Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .