*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 23. september 2018 15:39

Betri nýting hjá Wow en Icelandair

Norwegian nýtir flugvélaeldsneytið best en Wow air kemur þar næst á eftir. Nýting Icelandair er í meðallagi.

Ritstjórn
Nýting flugvélaeldsneytis fer eftir gerð og aldri flugvéla, fjölda sæta, sætanýtingu og þyngd á frakt.

Norska flugfélagið Norwegian er sagt nýta flugvélaeldsneyti best tuttugu umsvifamestu flugfélaga á flugleiðinni á milli Evrópu og Norður Ameríku. Þetta kom fram í skýrslu ICCT samtakanna sem Túristi segir frá, en næst á eftir norska flugfélaginu kemur Wow air. Nýting íslenska félagsins er 13% lakari en þess norska.

Icelandair nýtir hins vegar flugvélaeldsneytið enn verr, en vélar þess þurfa um 15% meira eldsneyti en vélar Wow á hvern sætiskílómetra. Ef miðað er við Norwegian þarf félagið hins vegar 29% meira eldsneyti. Nýting Icelandair er þó í meðallagi, en félgög eins og British Airways og Lufthansa koma hins vegar mun verr út úr þessum samanburði.

Það sem ræður mestu um nýtinguna, eða 39%, er aldur og gerð flugfélaganna, en uppistaða véla Icelandair eru rúmlega 20 ára gamlar Boeing 757 þotur. Meðalaldur véla Wow air er hins vegar þrjú ár, en það horfir til batnaðar með nýjum Boeing MAX vélunum sem Icelandair er að taka í notkun.

Annar veigamikill þáttur, er fjöldi sæta í hverri vél, en hann vegur þriðjungi mælikvarðanum. Bæði Norwegian og Wow koma því betur út vegna þess að þar eru fá stór sæti með meira sætabili og því komast fleiri sæti um borð í vélar félaganna. Loks vegur sætanýtingin sjálf og þyngd á frakt um 28% af heildarnýtingu olíunnar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is