Hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur samið við spænska spilafyrirtækið Cirsa Gaming Corporation um kaup Cirsa á hugbúnaðarlausn Betware. Lausnin hyggst Cirsa nota í internet- og snjallsímavefi sína á Spáni og víðar. Frá þessu greinir Fréttablaðið og vitnar í tilkynningu frá Betware.

Samnigurinn er stór áfangi í markaðsstarfi Betware erlendis en Cirsa er fjórði erlendi viðskiptavinur fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns og þeim hefur farið fjölgandi að undanförnu og mun fjölga frekar í kjölfar þessa samnings.