*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 8. febrúar 2019 10:51

Bezos ásakar fjölmiðil um fjárkúgun

Forstjóri og stofnandi Amazon leggur fram alvarlegar ásakanir á hendur National Enquirer og eigenda þess.

Ritstjórn
Jeff Bezo forstjóri Amazon segir tengsl við Trump ástæðuna fyrir því að slúðurblaðið njósni um hann.
epa

Jeff Bezo forstjóri Amazon ásakaði slúðurblaðið National Enquirer og eigendur þess, American Media Inc., um fjárkúgun í texta sem birtist á Medium vefsíðunni. Þar segir hann blaðið hafa hótað að birta textaskilaboð og  ljósmyndir af honum og kærustu hans, Lauren Sanchez, ef hann hætti ekki að rannsaka hvernig blaðið hafi komist yfir textaskilaboðin. Auk þess fór blaðið fram á að hann gæfi út opinberlega yfirlýsingu þar sem hann tæki fyrir að fjölmiðlar American Media Inc. væri undir pólitískum áhrifum.

Frá þessu er greint í frétt Financial Times sem segir ásakanir Bezos marka þáttaskil í deilu hann og stærsta útgefenda slúðurblaða í Bandaríkjunum, sem hafi sterk tengsl við Donald Trump. Deilan hófst í janúar þegar Jeff Bezo greindi frá hjónaskilnaði sínum og MacKenzie Bezos, en þá birti National Enquirer fjölda greina og greindi frá sambandi hans við Sanchez.

Tengsl American Medium Inc. við forseta Bandaríkjanna Donald Trump vöktu grunsemdir um að skrif National Enquirer um Bezo væru gerð í pólitískum tilgangi. Framkvæmdastjóri American Medium, David Pecker, og Trum er gamlir vinir og fjölmiðlar í eigu fyrirtækisins þóttu mjög vilhollir Trump í forsetakosningunum. 

Trump hefur lengi haft horn í síðu Bezo og gagnrýnt hann m.a. fyrir að vera eigandi Washington Post, en Trump hefur margsinnis véfengt fréttaskrif dagblaðsins. Þá hefur forsetinn kennt Amazon um rekstrarerfiðleika Bandarísku póstþjónustunnar.   

Stikkorð: Trump Bezo
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is