*

miðvikudagur, 21. ágúst 2019
Innlent 5. júlí 2018 17:14

BHM lýsir yfir áhyggjum sínum

BHM hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands við ríkið.

Ritstjórn
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Haraldur Jónasson

BHM hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands við ríkið. Velferð barnshafandi kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra séu undir og miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM.

BHM kveðst ítrekað hafa bent stjórnvöldum á vankanta stofnanasamninga hjá ríkisstofnunum. Ákvörðun fjárveitinga til stofnana sé oft ekki í samræmi við þarfir þeirra. Afleiðingin sé viðvarandi skortur á starfsfólki og ónóg nýliðun í mikilvægum starfsstéttum innan BHM. Að sögn BHM er ástandið óviðunnandi og skaðar langtímahagsmuni samfélagsins.

BHM kveðst lengi hafa krafist þess að menntun sé metin til launa og fjármagn verði aukið til stofnanasamninga til að mæta þeirri kröfu. Að mati BHM byggist sú kröfugerð á sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsmanna þess.    

Stikkorð: BHM ljósmæður kjaradeila