Bandalag háskólamanna og sáttanefnd ríkisins skrifuðu í gærkvöldi undir kjarasamning húsakynnum ríkissáttasemjara. Laun starfsmanna þeirra aðildarfélaga sem skrifa undir samninginn hækka um 6%.

Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, segir í samtalið við vef Ríkisútvarpsins að samningurinn feli í sér kjaraskerðingu þar sem hækkunin sé engan veginn næg til að vega á móti verðbólguspám. Illskásti kosturinn hafi verið valinn af því sem í boði var.

Nýi samningurinn gildir til mars 2009. Að sögn Guðlaugar verður strax hafist handa við að undirbúa næstu samningaviðræður.