Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins samþykkti í dag boðun ótímabundins verkfalls hjá Fjársýslu ríkisins frá miðnætti þriðjudaginn 2. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM.

Verkfallið var samþykkt í rafrænni atkvæðagreiðslu félagsmanna sem starfa hjá fjársýslunni. Á kjörskrá voru 34 og var 100% þátttaka í atkvæðagreiðslunni.

Samkvæmt þessu hefst ótímabundið verkfall hjá Fjársýslu ríkisins þann 2. júní .