Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 429, 4 milljörðum króna í lok desember og lækkaði um 77,2 milljarða (15,3%) í mánuðinum.

Erlend verðbréf lækkuðu um 17,2 milljarða króna í desember og seðlar og innstæður lækkuðu um 58.9 milljarða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þá námu erlendar eignir Seðlabanka Íslands 520,3 milljörðum króna í lok desember, samanborið við 579,8 milljarða króna í lok nóvember.

Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 238,5 milljarðar króna í lok desember en voru 282 milljarðar í lok nóvember.

Í hagtölum bankans kemur fram að þann 19. nóvember 2008 samþykkti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að veita Íslendingum lán, hluti af því kom til greiðslu í nóvember.