Hlutabréf bæði hækkuðu og lækkuðu í Asíu í dag en annan daginn í röð leiddu fjármálafyrirtæki þær hækkanirnar sem urðu á einstaka mörkuðum.

Mestu munaði um lánshæfismatseinkunn hjá bandarísku fyrirtækjunum Ambac og MBIA sem héldu í gær AAA einkunn sinni en miklar vangaveltur hafa verið uppi um að félögin myndu ekki standast lánshæfismat.

Í Japan lækkuðu hlutabréf þó um 0,7 en minnkandi neyslu er þar kennt um. Hlutabréf í Sjanghæ í Kína lækkuðu hins vegar um 0,4% en í Hong Kong hækkuðu bréf um 0,9%.. Í Ástralíu hækkuðu bréf um 0,6%.