Hlutabréfamarkaðir bæði hækkuðu og lækkuðu vestanhafs í dag. Við opnuðu markaða í morgun lækkuðu flestir markaðir en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hafa fjárfestar enn áhyggjur af frekari lækkun hlutabréfa.

Það voru síðan tölvu- og tækniframleiðendur sem hífðu upp markaði á ný. Microsoft hækkaði um 5,2% og Intel hækkaði um 5,6% svo dæmi séu tekin.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,2% en Dow Jones lækkaði um 0,8% og S&P 500 lækkaði um 0,1% eftir að hafa þó lækkað um 1,6% fyrr um daginn.

Olíuverð lækkaði nokkuð í dag en við lok markaða kostaði tunnan af hráolíu 40,36 Bandaríkjadali og hafði þá lækkað um 3,2%.