Hlutabréfamarkaðir bæði hækkuðu og lækkuðu lítillega í Bandaríkjunum í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar er, líkt og í gær, búist við slæmum afkomutölum skráðra félaga á næstu dögum og vikum sem muni auka svartsýni fjárfesta á mörkuðum.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,5% en hafði lækkað um 0,3% rétt fyrir lokun markaða. Dow Jones lækkaði um 0,3% en S&P 500 vísitalan hækkaði um 0,1%.

Félög úr flestum geirum lækkuðu í dag, þó lækkaði enginn einn geiri áberandi umfram annan. Athygli vekur þó lækkun Alcoa um 5,1% en Alcoa birti uppgjör fjórða ársfjórðungs 2008 í gærkvöldi sem fól í sér fyrsta tap félagsins í sex ár.

Olíuverð hækkaði lítillega í dag eða um 2,6% og við lok markaða kostaði tunnan af hráolíu 38,56 Bandaríkjadali í New York.