Lággjaldaflugfélagið Ryanair er til í að hinkra um nokkurra ára skeið eftir því að Boeing lækki verð sitt á flugvélum áður en pantaðar verða nýjar vélar í flotann. Reuters greinir frá.

Frá þessu greindi Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. Hann sagði þó ólíklegt að Ryanair muni leita til helsta samkeppnisaðila Boeing, Airbus.

Ryanair, sem er einn stærsti viðskiptavinur Boeing, greindi frá því fyrr í vikunni að það hafi slitið viðræðum um kaup á nýjum 737 Max 10 þotum, að andvirði tugi milljarða dala, vegna hárrar verðlagningar Boeing.