Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur aukist mjög hægt eftir mikinn samdrátt árið 2009. Þrátt fyrir að hafa aukist um tæp 13% að magni síðastliðin tvö ár er íbúðafjárfesting enn með allægsta móti samanborið við verga landsframleiðslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika.

Þar segir að húsnæðisverð hafi risið á ný síðustu tvö ár eftir mikinn samdrátt næstu tvö árin þar á undan. Síðustu tvö ár hækkaði íbúðaverð um 12%, sem er svipuð hækkun og í Lúxemborg á sama tíma en heldur minna en í Noregi (18%). Verðvísitölur Íbúðarhúsnæðis hækkuðu að sögn Seðlabankans mun minna á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur árum.

Fasteignaverð hérlendis lækkaði um 12% á árinu 2009 stóð í stað árið 2010 en hækkaði síðan um 9,9% árið 2011 og um 5,8% á síðastliðnu ári. Raunverð íbúðarhúsnæðis hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu þrjú ár. Óvissa um úrlausn á skuldavanda heimila getur verið í ládeyðu svo lengi sem raun ber vitni. Þannig hafa greiningaraðilar leitt líkum að því að ábúendur sitji sem fastast og bíði þess sem verða vill áður en ákvörðun er tekin um kaup eða sölu fasteigna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .