Stjórnendur olíuleitarfélagsins Faroe Petroleum treystir á að skýrsla norskra stjórnvalda kunni að færa þeim fyrsta svarta gullið úr íslenskri lögsögu. Fyrirtækið fékk í byrjun mánaðar sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu í samvinnu við félagið Íslenskt kolvetni.

Bloomberg-fréttaveitan fjallar um málið í dag og tekið fram, að stjórnvöld hafi fetað í fótspor nágranna sinna á Grænlandi í olíuleit. Þá segir jafnframt að norsk olíuyfirvöld hafi fyrr á árinu kannað hafsbotninn á Drekasvæðinu og tekið þar sýni. Könnunin var liður í oliuleitinni. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við upplýsingarnar. Fréttaveitan segir að upplýsingarnar hafi ekki verið gerðar opinberar. Svo kunni að fara að þær verði ýmist gerðar opinberar eða boðnar til sölu.