Segja má að evrópskir hlutabréfamarkaðir mari í hálfu kafi sem stendur en lítilsháttarlækkun hefur orðið á flestum stærri evrópskkum hlutabréfavísitölum. FTSE hefur lækkað um 0,4% og DAX um 0,2%. Þá hefur EuroStoxx lækkað um 0,04% það sem af er degi.

Leiða má líkur að því að fjárfestar bíði óstyrkir tíðinda frá Bandaríkjunum en kl. 12:30 mun vinnumálaráðuneyti landsins birta nýjar tölur um stöðuna á atvinnumarkaði. Verði þær tölur neikvæðar má gera ráð fyrir lækkun í Evrópu og verði þær tölur jákvæðar, eða jafnvel bara sæmilegar, má búast við hækkun.