Stjórn Microsoft hefur tilkynnt að engin áform séu um að finna nýjan forstjóra fyrir fyrirtækið áður en árið 2014 gengur í garð.

Núverandi forstjóri, Steve Ballmer, hefur sagt að hann hygðist hætta hjá fyrirtækinu. Búist var við því að nýr forstjóri yrði fundinn fyrir áramót.

Stjórn Microsoft segir nú að verið sé að kanna þá sem mögulega kæmu til greina í starfið. Þeir eru núna um 20.

Hér má lesa meira um leitina að forstjóranum.