Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, segir fyrirtæki á félagssvæði þess bíða að eigin frumkvæði haft samband við stéttarfélagið og óskað eftir fundi til þess að skrifa undir kjarasamning á grundvelli kröfugerðar þess. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

„Ef atkvæðagreiðslan fer eins og ég tel að hún muni fara og að verkfall verði samþykkt með miklum meirihluta, þá mun ég taka upp viðræður við fyrirtæki hér á svæðinu sem bíða í röðum eftir að fá að ganga frá kjarasamningum við Framsýn,“ segir Aðalsteinn í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir umrædd fyrirtæki starfa í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og matvælaiðnaði. Þau vilji komast hjá verkföllum vegna mikilla umsvifa sem séu framundan, en sum fyrirtækjanna standi utan Samtaka atvinnulífsins. Í kjölfar undirritunnar mun Framsýn aflýsa verkfalli hjá þessum fyrirtækjum.