*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 27. apríl 2017 08:30

Bíða með að ganga úr NAFTA

Leiðtogar Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó samþykktu að endurskoða NAFTA samninginn að undirlagi Trump.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði leiðtogum bæði Kanada og Mexíkó í gær að Bandaríkin myndu ekki ganga út úr NAFTA samkomulaginu „á þessari stundu,“ að því er fram kemur í frétt Washington Post.

Trump talaði við forseta Mexíku, Enrique Pena Nieto og kandíska forsætisráðherrann Justin Trudeau seinnipart miðvikudags í kjölfar þess að sá orðrómur fór á kreik að forsetinn væri að íhuga úrsögn úr NATO.

Samþykktu hraðar samningaviðræður

„Trump forseti samþykkti að binda ekki enda á NAFTA samninginn á þessari stundu og samþykktu leiðtogar ríkjanna að gengið yrði hratt í það, samkvæmt eigin lögum og reglum hvers ríkis, að heimila endurupptöku samningagerðar við NAFTA sem gæti hagnast öllum þremur ríkjunum,“ sagði í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í kjölfarið.

Ýmsir leiðtogar Repúblikana, flokks forsetans, á þingi hafa verið harðir í gagnrýni sinni á slíkar hugmyndir, þar á meðal fyrrum forsetaframbjóðandinn John McCain sem situr í öldungardeildinni.

Íhugaði alvarlega að hefja úrsagnarferli

Fyrr höfðu þrír aðilar sem þekktu vel til sagt að Trump væri alvarlega að íhuga að skrifa undir skjal innan fárra daga sem gæfi til kynna ákvörðun Bandaríkjanna að draga sig úr samkomulaginu innan hálfs árs.

Ef skrifað væri undir slíkt samkomulag myndi formlegt ferli hefjast sem gæti séð Bandaríkin ganga út úr hinum 23 ára gamla frívreslunarsamningi sínum við Kanada og Mexíkó.

Sagði NATO stórslys í kosningabaráttu

Í kosningabaráttu sinni var forsetinn núverandi mjög gagrnýninn á NAFTA samkomulagið sem hann kallaði „stórslys fyrir land okkar,“ sem „sem þyrfti algerlega að losna við.“

Nýlega hafa komið upp deilur annars vegar um verðlagningu á mjólkurvörum og timburinnflutningi frá Kanada, en á mánudag tilkynntu bandarísk stjórnvöld um toll á timbur frá Kanada undir því yfirskyni að Kanada væri að niðurgreiða innlenda timburframleiðendur.

Álframleiðsla sögð hernaðarlega mikilvæg

Í síðustu viku hófu bandarísk stjórnvöld einnig rannsókn sem virtist miða að stál og álinnflutningi frá Kína og öðrum löndum.

Sagði viðskiptaráðherra landsins, Wilbur Ross, það hættulegt öryggi Bandaríkjanna að einungis eitt álver í landinu framleiddi hágæða ál sem notað væri í orrustuþotur og annan hernaðarbúnað.

Magnið þaðan væri nóg til notkunar í hergagnaframleiðslu á friðartímum en ekki nóg ef stríð myndi skella á.Einungis tvö álver starfa á fullum afköstum í landinu en átta hafa dregið úr framleiðslu sinni eða hætt henni alfarið síðan 2008, meðan innflutt ál stæði undir 55% af allri álnotkun í landinu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is