Joe Biden Bandaríkjaforseti hélt ræðu í dag í Hvíta húsinu. Í miðri ræðunni spurði Biden hvort Jackie væri hér.

„Jackie, ertu hér? Hvar er Jackie?“ Síðan bætti hann við „Ég held að hún hafi ætlað að vera með okkur í dag“

Biden gaf út yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum síðan þar sem minntist repúblíkanans Jackie Walorski. Walorski lést í bílslysi í byrjun ágúst, 58 ára gömul.

Joe Biden er 79 ára gamall en hann hefur ítrekað lent í svipaðri aðstöðu og hann lenti í dag.