Joe Biden Bandaríkjaforseti tók á móti Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu.

Þar lofaði Biden styrk og áræðni Úkraínumanna og lofaði þeim áframhaldandi stuðningi.

Selenskí kom til Bandaríkjanna í þotu Bandaríkjahers sem var afar táknrænt fyrir stuðninginn vestanhafs.

Þetta er fyrsta ferð Selenskí utan Úkraínu frá innrásinni sem hófst 24. febrúar.

„Þið munið aldrei standa ein“ sagði Biden við Selenskí og lofaði frekari hernaðaraðstoð.

Selenskí lýsti yfir áhyggjum í Kænugarði að hægst gæti á straumi hertóla til Úkraínu vegna andstöðu Repúblíkana í fulltrúadeildinni.

Selenskí mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt.

Selenskí við komuna til Washington í dag.
© EPA / Aðsend mynd (EPA / Aðsend mynd)