Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Rússar verði að tala minna og fara að grípa til aðgerða vegna óróans í tengslum við Úkrainu. Þetta sagði Biden þegar hann fundaði með Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, í Kænugarði í dag.

Biden varaði Rússa við því að ef þeir myndu ögra meira í samskiptum við Úkraínumenn þá myndu þeir einangrast enn meira. Hann hvatti stjórnvöld í Rússlandi til þess að láta af stuðningi við málaliða í Úkraínu.

Meira um málið hér.