Um þessar mundir ganga yfir landið helstu skammdegismánuðir ársins. Fólk keppist við að taka jólaljósin niður og til að bæta gráu ofan á svart þá eykur snjóleysið enn á myrkrið sem gerir fólki enn erfiðara fyrir að vakna á morgnanna. Svefndrukknir Íslendingar virðast hafa brugðist við „ástandinu“  með því að fjárfesta í vekjaraklukkum sem kveikja á ljósi sem líkir eftir dagsljósi þegar kominn er tími til að fara vakna. Nú er svo komið að vekjaraklukkurnar, sem hafa verið seldar víðs vegar á Íslandi, eru nánast allar uppseldar og biðlistar hafa myndast fyrir næstu sendingar.

Eirberg hefur í nokkur ár selt dagsljósavekjaraklukkur frá framleiðandanum Lumie, klukkurnar eru misjafnar í umfangi og kosta á bilinu 15.000 til 25.000 krónur og eru þær allar uppseldar um þessar mundir.  Anna Stella Snorradóttir, verslunarstjóri í Eirberg Stórhöfða, segist þó eiga von á annarri sendingu von bráðar.

„Við byrjum að finna fyrir aukinni sölu á klukkunum fyrir um tveimur árum síðan og svo hefur þetta verið að aukast,“ segir Anna. Hún segir erfitt að benda á eina einstaka ástæðu fyrir því að salan hafi aukist svo mikið en að einhverju leyti auglýsi varan sig bara sjálf.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð :

  • Ríkissjóður mun halda áfram að greiða niður skuldir á árinu samkvæmt ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs.
  • Aðilar í íslenska viðskiptalífinu hafa lítið sem ekkert nýtt sér gerðardómstofnun hér á landi.
  • Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert Cushman Barber segist munu sakna Íslands.
  • Samantekt á megináherslum nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum.
  • Samþjöppun og fákeppni hefur aukist í fjármálakerfinu undanfarin ár.
  • Ítarlegt viðtal við Sigurð Viðarsson, forstjóra TM.
  • Fjallað er um öskubuskuævintýri þýska knattspyrnuliðsins RB Leipzig sem að risið hafa hátt í þýskri knattspyrnu.
  • Tveir af stofnendum sjóðsins Crowberry Capital, teknir tali.
  • Rætt er við Baldur Stefánsson sem hefur tekið við nýju starfi hjá Beringer Finance á Íslandi.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um krónuna og ESB.
  • Óðinn fjallar um ráðherra nýrrar ríkisstjórnar.