Helgi S. Gunnarsson forstjóri fasteignafélagsins Regins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, sem er nú komin í veikindaleyfi eins og s agt var frá í morgun , opnuðu fyrsta áfanga Hafnartorgs í morgun .

Í fyrsta áfanganum opnar verslun H&M og H&M Home en sú síðarnefnda er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir rúmu ári síðan. H&M Home selur heimilisvörur eins og sængurver, kertastjaka, myndaramma, bolla, glös og svo framvegis auk húsgagna, en verslunin opnaði klukkan 12:00 nú í hádeginu.

Helgi S. Gunnarsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir við opnun Hafnartorgs.
Helgi S. Gunnarsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir við opnun Hafnartorgs.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)