*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 29. september 2017 12:31

Biðu í hálfan sólarhring

Nokkrir viðskiptavinir ákváðu að tjalda fyrir utan Nova í nótt til að bíða eftir að nýi iPhone 8 síminn færi í sölu.

Ritstjórn
Magnús Árnason markaðsstjóri Nova
Haraldur Guðjónsson

Margir iPhone unnendur hafa beðið spenntir eftir iPhone 8 í kjölfar þess að hann var kynntur til leiks fyrr í mánuðinum eins og Viðskiptablaðið sagði frá. Klukkan átta í gærkvöldi mátti sjá þessa ungu menn tjalda fyrir utan verslun Nova í Lágmúla því þeir ætluðu ekki að missa af símtækjunum sem fóru í sölu klukkan átta í morgun í versluninni.

Það virðist hafa farið vel um mennina í nótt en Magnús Árnason, markaðsstjóri Nova, segir þá hafa verið hinir hressustu, líkt og aðrir sem gerðu sér ferð í Lágmúlann í nótt og morgun.

Stikkorð: Nova Magnús Árnason iPhone 8