Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að enn sé verið að kortleggja hvernig bregðast eigi við innflutningsbanni Rússlands gegn Íslandi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Hann segir að samráðshópur íslenskra stjórnvalda og hagsmunaaðila muni funda áfram í vikunni, en beðið sé eftir því að starfsmenn Evrópusambandsins komi úr sumarfríi svo viðræður Íslands og ESB um áhrif viðskitpabannsins geti hafist.

Þá segir Gunnar Bragi að farið verði fram á greiðan aðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir inn á Evrópumarkað og býst hann við að viðræðurnar hefjist fyrri hluta septembermánaðar. Þá séu íslensk stjórnvöld að undirbúa að hefja viðræður við Rússa.