Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði að hann myndi ekki bíða eftir skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands hafa beðið um að yrði gerð um stöðu viðræðan við Evrópusambandið.

Þetta sagði Gunnar Bragi í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hann var þá að svara fyrirspurnum í tilefni þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var kynnt í dag. Skýrslan var gerð að beiðni ráðherra. „Það hefur aldrei staðið neitt annað til en að leggja þá skýrslu sem hér er frammi fyrir þinginu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Hann sagði að skýrsla sem SA, ASÍ og VÍ hefði óskað eftir því að unnin væri hefði verið pöntuð af aðilum sem væru fylgjandi Evrópusambandsaðild.

„En nei, ég ætla ekkert að bíða eftir þeirri skýrslu til þess að taka þessa skýrslu til umræðu hér í þinginu,“ sagði Gunnar Bragi.