Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að þýskir þingmenn verði að hætta að leggja Grikki í einelti og vísar því á bug að Grikkir verði að hætta evrusamstarfinu. Breska ríkisútvarpið (BBC) rifjar upp að að Alexander Dobrindt, leiðtoga Kristilega flokksins í Bæjaralandi, sagði nýverið ekkert annað í stöðunni fyrir Grikki en að hverfa úr hópi evruríkjanna á næsta ári.

BBC bendir á að Dobrindt sé kominn í kosningagírinn og mæli nú gegn því að Þjóðverjar haldi áfram að veita skuldsettum evruríkjum hjálparhönd.

Dobrindt hefur m.a. líkt Mario Draghi, bankastjóra evrópska seðlabankans, við peningafalsara.

BBC segir lánardrottna Grikkja, m.a. fulltrúa evrópska seðlabankans, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þrýsta á að grísk stjórnvöld hraði einkavæðingu hins opinbera og niðurskurði áður en þau fá næsta skammt af neyðarlánum til að gera ríkinu kleift að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.