Icelandic Water Holdings, sem framleiðir vatn undir merkjum Icelandic Glacial, hefur gefið út nýtt hlutafé að nafnvirði um 15 milljóna dala eða 1,7 milljarða króna. S-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group hefur keypt meginhluta hlutafjárins og á nú 14,6% hlut í IWH með möguleika á að auka hlut sinn í 20% innan árs.

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Jóni Ólafssyni, stofnanda félagsins, að IWH sé nú að fullu fjármagnað nú sé hægt að hefja markaðssetningu vatnsins fyrir alvöru. Þá opni eignarhald Bidvest nýja markaði fyrir félagið.