Uppboð hefjast nú í vikunni á 56 íbúðum í fjölbýlishúsinu á Sjónarhóli 20 á Bifröst, en það er fjölbýlishúsið sem stendur næst þjóðveginum í háskólaþorpinu.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns en þar kemur jafnframt fram að Íbúðalánasjóður er gerðarbeiðandi uppboðanna sem eru tilkomin vegna langvarandi vanskila Selfells ehf., sem er þinglýstur eigandi byggingarinnar.

Þá er rifjað upp að fyrir stuttu þurfti Háskólinn á Bifröst að leysa til sín á annað hundrað íbúðir sem áður voru í eigu Mosturs, dótturfélags Nýsis hf. sem nú er gjaldþrota.

Á vef Skessuhorns kemur jafnframt fram að mál þessara fyrirtækja tengjast háskólanum á Bifröst ekkert sem slík, en hafa engu að síður valdið forsvarsmönnum skólans ýmsum vanda