Ef neytandi vill kaupa hamborgara á McDonald's í stærstu borgum Kína býðst honum einungis hamborgari með fiski. Ástæða þess er kjöthneykslið sem VB.is greindi frá á dögunum.

Talið er að kjöt sem fyrirtækið OSI seldi meðal annars til McDonald's og KFC hafi verið gamalt eða ónýtt og hefur því McDonald's ákveðið að selja ekki rétti með svínakjöti, nautakjöti, né kjúklingi á veitingastöðum sínum í Sjanghæ.

Sjanghæ er ekki eina borg Kína til að minnka framboð á metseðli sínum en vegna hneykslis OSI hefur McDonald's í Hong Kong tekið fullt af kjúklinga- og grænmetisréttum af matseðli sínum.