Kínverska júanið er of lágt skráð á markaði um nærri 40% samkvæmt Big Mac vísitölu tímaritsins the Economist.

Big Mac vísitalan ber saman verð á Big Mac-hamborgurum víða um heim. Hún byggir á kenningu um kaupmáttarjafnvægi (Purchasing power parity) sem segir að verð gjaldmiðla eigi að endurspegla það virði vara og þjónustu sem hægt er að versla fyrir hann.

Í Kína kostar Big Mac-borgari 14,5 júan sem jafngildir 2,18 dollurum á gjaldeyrismarkaði. Í Bandaríkjunum kostar sami hamborgari 3,71 dali. Ef júanið ætti að vera rétt skráð miðað við Big Mac-hamborgara ætti skráð gengi júans að vera 0,15 dalir. Það er í dag 0,26 dalir.

Lengi vel trónaði Íslandi á toppnum og gengi gjaldmiðilsins var of hátt skráð miðað við verð á Big Mac-hamborgara. Í dag er ekki hægt að kaupa McDonalds-hamborgara á Íslandi sem dæmir Ísland sjálfkrafa úr leik í samanburði the Economist.

Samkvæmt vísitölunni er svissneski frankinn dýrasti gjaldmiðillinn.

Big Mac vísitalan.