Bílabúð Benna náði þeim áfanga í síðustu viku að afhenda 500. Chevrolet-bílinn á þessu ár. Það er meira magn en skráð var af Chevrolet allt síðasta ár. Bílar undir merkjum Chevrolet eru með 8,4% markaðshlutdeild hér á landi og eru þeir í þriðja sæti yfir söluhæsta vörumerki landsins.

„Við erum gríðarlega ánægð með árangurinn hér á bæ,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann er sáttur við markaðshlutdeild Chevrolet.

Það var Jónas Guðmundsson frá Búðardal sem tók við Captiva LTZ og var það 500. Chevrolet ársins. Með honum á myndinni eru þeir Sigurvin Jón Kristjánsson, sölumaður nýrra bíla hjá Bílabúð Benna, og forstjórinn Benedikt Eyjólfssson.

Lesa má ítarlegt viðtal við Benedikt í Viðskiptablaðinu 15. ágúst 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .