*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 5. september 2016 11:22

Bílabúð Benna eykur hagnaðinn

Hagnaður Bílabúðar Benna ríflega tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bílabúð Benna ehf. skilaði 248,6 milljóna króna hagnaði í fyrra, samnborið við 118,1 milljóna króna hagnað árið 2014. Velta fyrirtækisins jókst um rúmar 800 milljónir milil ára og nam rúmum 5,1 milljarði króna. Rekstrarhagnaður nam 285,7 milljónum króna í fyrra, en var 120 milljónir árið 2014. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 147,4 milljónir árið 2014, en var 310,7 milljónir í fyrra.

Eignir Bílabúðarinnar námu í árslok 2,8 milljörðum króna og höfðu aukist um tæplega 450 milljónir króna milli ára. Skuldir námu 935,1 milljón króna og þar af voru langtímaskuldir 77,3 milljónir króna. Eigið fé nam tæpum 1,9 milljarði króna.

Stöðugildi hjá félaginu voru 100 að meðaltali árið 2014, en voru 110 að meðaltali í fyrra. Jókst launakostnaður um ríflega hundrað milljónir króna milli ára og nam´i fyrra 747 milljónum króna.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður vegna rekstrarársins 2015.