"Hjálparstarf þessara aðila hefur lengi gengt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, en þó er þörfin fyrir aðstoð þeirra sérstaklega brýn um þessar mundir, því miður," segja hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna í tilkynningu frá fyrirtækinu en þau afhentu jólaaðstoð til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur nú á dögunum.

Í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólagjafir í ár hefur Bílabúð Benna ákveðið frekar að gefa 150 hamborgarhryggi frá Kjarnafæði, til einstaklinga og fjölskyldna,  sem eru í neyð og þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarnar.