Vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandið gæti bílaiðnaður landsins verið í hættu að mati Mike Hawkes sem er forstjóri Samtaka bílaframleiðenda og útflutningsaðila í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef BBC .

Hawkes segir meðal annars að velgengni iðnaðarins væri byggð á því að Bretar gætu haldið áfram þátttöku í innri markað Evrópusambandsins.

Stærsti útflutningsmarkaður: ESB

Stærsti útflutningsmarkaður breskra bílaframleiðanda er innan Evrópusambandsins. Hawkes hefur miklar áhyggjur af framtíðar bílaframleiðslu í Bretlandi eftir útgöngu Breta. 57,3% af allri bílaframleiðslu þar í landi fór til ESB á fyrsta helmingi þessa árs.

Viðvera Breta í innri markaði Evrópusambandsins auðveldar útflutning á bílum og gerir hann arðvænan að mati Hawkes.

Bretar framleiða bílategundir á borð við Rolls Royce og Land Rover.