Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og voru það helst bílaframleiðendur sem leiddu lækkanir dagsins að sögn Bloomberg fréttaveitunnar en sala á bifreiðum hefur farið minnkandi síðustu mánuði, bæði í Asíu  og ekki síður Bandaríkjunum.

Þannig lækkaði Toyota um 3,4%, Honda um 4,5%, Hyundai um 4% og Mazda hrundi um 12% svo dæmi séu tekin.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 1,6% og hefur nú lækkað um 32% það sem af er ári. Rétt er að taka fram að markaðir í Kína eru lokaðir alla þessa viku.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1,9% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 0,7%.