Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag en eftir að hafa lækkað í gær. Í gær voru birtar tölur sem sýna að japanskir og kóreskir bílaframleiðendur eru í fyrsta skipti að selja meira af bílum en bandarískir bílaframleiðendur og varð það til þess að þau félög leiddu hækkanir á mörkuðum í Asíu í dag.

Honda Motor hækkaði töluvert í Japan eða um 8,6% og hefur ekki verið hærri í sex mánuði og Kia Motors hækkaði um 2,2% í Seuol.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 0,8% í morgun, sá hluti hennar sem snýr að bílaframleiðslu hækkaði um 2,7%.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 1,6% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 um 0,2%.

Í Kína hins vegar lækkaði CSI 300 vísitalan um 2,4% sem var mesta lækkunin í Asíu. Talið er að kínversk stjórnvöld íhugi nú reglugerðir sem draga muni úr hagnaði stál- og kolafyrirtækja og við það lækkuðu þau töluvert í dag.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,6%.