Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag eftir að hafa hækkað síðustu þrjá daga.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 0,5% en hafði hækkað um 4,8% síðustu tvo daga. Í Japan lækkaði Nikkei um 0,7% og í Singapúr varð lækkun upp á 0,35%.

Í Hong Kong hækkuðu markaðir hins vegar um 1,6% og í  Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 0,2%.

Telur viðmælandi Reuters fréttastofunnar það vera vegna mikla fjármálaviðskipta en fréttir af mögulegu auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum kunni að draga úr einkaneyslu. Þannig bitnuðu áhyggjur manna helst á bílaframleiðendum á mörkuðum í Asíu í dag og eins framleiðendum rafmagnstækja en svo virðist sem áhyggjur af atvinnuleysi í Bandaríkjunum hafi lítil áhrif haft á fjármálafyrirtæki í Asíu.

Eins og fyrr segir lækkuðu bílaframleiðendur í dag. Þannig lækkaði Honda um 5,2%, Toyota um 3,3%, Daihatsu um 4,6% og Nissan um 4,8%.

Af rafmagnsvöru framleiðendum lækkaði Samsung um 1,8%, Sony um 2,1% og Infosys (stærsta tæknifyrirtæki Indlands)  um 2,7%.