Þrír af stærstu bílaframleiðendum heims hyggjast nú snúa vörn í sókn og eru komnir með ráðagerð til þess að koma viðskiptum sínum á réttan kjöl á ný en bílaiðnaðurinn hefur þurft að þola mikil högg að undanförnu.

Hátt olíu- og hráefnaverð hefur lagst gríðarlega illa á bílaiðnaðinn.

Ford, annar stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, hefur tapað 8,7 milljörðum Bandaríkjadala undanfarna þrjá mánuði. Fyrirtækið hyggst nú gjörbylta bifreiðastefnu sinni. En áherslan hefur hingað til verið á stóra bíla sem kalla á mikið eldsneyti. Ford veðjar nú á minni og sparneytnari bíla.

Renault hefur tilkynnt um að fyrirtækið muni skera niður í starfmannahaldi um 5000 starfsmenn. Þýski bílaframleiðandinn Daimler hyggst einnig endurskoða rekstur sinn.