Bílainnflutningur jókst um fimmtung í júní miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin á þessu ári er almennt séð nokkuð mikil miðað við árið í fyrra og er innflutningur bifreiða sá mesti í nærri því 2 ár. Í Hálffimmfréttum KB banka kemur fram að bílainnflutningur hefur oft verið leiðandi vísbending um þróun einkaneyslu og því er spurning hvort hér sjáist merki um áframhaldandi aukningu einkaneyslu á næstunni, en vöxturinn nam á 1.ársfjórðungi um 8% á ársgrundvelli. Hins vegar nær bifreiðainnflutningur yfirleitt hámarki í júnímánuði og dregst iðulega nokkuð saman á komandi mánuðum.