Þann 1. febrúar kostaði að jafnaði 8.768 krónur á dag að hafa lítinn bíl til umráða í tvær vikur hér á landi í sumar en tveimur mánuðum síðar var verðið komið upp í 9.134 krónur. Í dag er meðaverð sumarsins komið niður í 8.018 krónur. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun Túrista .

Kostnaður við að leigja bíl á bílaleigum í Leifsstöð er þrátt fyrir þessa lækkun mun hærri en við hinar nítján flughafnirnar sem Túristi kannaði einnig. Næstdýrast er að leigja bíl í Ósló en þar nemur meðalverðið á dag 6.809 krónur, en þar á eftir kemur Genf með 3.382 krónur.

Ódýrast er hins vegar að leigja bifreiðar í Billund en þar nemur meðalverðið fyrir hvern dag 1.943 krónum. Þar á eftir kemur Kaupmannahöfn með 2.104 króna dagsverð að meðaltali.