Verð á bílaleigubílum til erlendra ferðamanna síðustu tvær vikurnar í júní, júlí eða ágúst hefur lækkað um 53 þúsund krónur samanborið við sama tíma fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í frétt Túrista. Er þetta 40% verðlækkun á milli þessara þriggja ára.

Í könnun sem túristi.is gerði kemur fram að ódýrasti bílaleigubíllinn við Keflavíkurflugvöll kosti nú 82 þúsund krónur en hafi kostað 135 þúsund krónur fyrir þremur árum. Í þessum tölum er miðað við tveggja daga leigutíma. Á sama tíma hefur gengi íslensku krónunnar styrkst um 28% sem útskýri að mörgu leyti verðmuninn en þrátt fyrir það er munurinn 130 evrur á milli kannana.

Í fréttinni kemur einnig fram að verð á bílaleigubílum til Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis hefur lækkað mikið. Sem dæmi má nefna að verð á ódýrasta bílnum í Kaupmannahöfn og Barcelona er þriðjungur af því sem það var árið 2014.