*

sunnudagur, 16. maí 2021
Innlent 10. ágúst 2017 08:21

Bílaleigur offjárfestu fyrir sumarið

Forstjóri Hölds segir óraunhæfar væntingar hafa leitt til þess að metfjöldi bílaleigubíla er í landinu, eða 26 þúsund.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds/Bílaleigu Akureyrar telur offjárfestingu hafa átt sér stað í bílaleigubílum hér á landi í sumar. Þar sé líklega um að kenna óraunhæfum væntingum um fjölda ferðamanna að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

„Þessi fjöldi bílaleigubíla, sem er núna 26 þúsund, þýðir bara að menn hafa offjárfest,“ segir Steingrímur sem vísar í að inní tölum um fjölgun ferðamanna séu einnig farþegar sem aldrei komi inn í landið heldur haldi áfram yfir hafið.

„Maður heyrir það núna, það er minnkun á Vestfjörðum, minnkun á Austfjörðum og miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá standa hlutirnir í stað á Akureyri. Þetta eru bara rauntölur.“

Steingrímur telur að komandi vetur verði mörgum bílaleigum erfiður. „Þessi fjöldi bílaleigubíla sem er núna er of mikill miðað við eftirspurn.“