*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 18. maí 2019 07:59

Bílaleigur stefna á varnarsigur

Mikil hagræðing hefur átt sér stað hjá bílaleigum. Óvissa ríkir um hvort ferðamenn komi áfram yfir vetrarmánuðina.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fyrsti mánuðurinn eftir fall Wow air reyndist ekki jafn harður fyrir bílaleigur landsins og svörtustu spár gerðu ráð fyrir að sögn forstjóra tveggja af þremur stærstu bílaleigum landsins. Greinin sé þó í hagræðingarfasa og umtalsverð óvissa um hvert framhaldið verður þegar haustið gengur í garð.

„Áætlanir okkar gerðu ráð fyrir fækkun og við höfðum þegar brugðist við því. Við vissum af vandræðum Wow og að þar gæti brugðið til beggja vona. Okkar viðskiptavinir voru minna að koma hingað til lands með Wow. Höggið var því ekki mikið og í raun í samræmi við áætlun,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, en fyrirtækið rekur Bílaleigu Akureyrar.

Að sögn Steingríms var samdráttur í apríl í kringum eitt til tvö prósent miðað við árið í fyrra. Fyrirbyggjandi aðgerðir hafi falist í því að fækka í bílaflota félagsins, hægja á endurnýjun hans og fækka stöðum innan fyrirtækisins.

„Það kom til af sterkri krónu, óvissunni í fluggeiranum og dýrum kjarasamningum. Sökum þess var nauðsynlegt að hagræða. Við höfum sleppt því að ráða í störf sem losna, ráðið inn færra sumarstarfsfólk og þá hefur komið til einhverra uppsagna. Það hefur verið skorið niður alls staðar, í afgreiðslu, á skrifstofu og verkstæðum,“ segir Steingrímur.

„Maður þorir varla að horfa langt fram í tímann. Það mun taka tíma að jafna sig á þessu og viðbúið að næstu misseri verði „status quo“. Krónan er of sterk fyrir ferðamanninn og það mun bitna á rekstrinum,“ segir Steingrímur. „Þrátt fyrir það er ég ágætlega bjartsýnn um að greinin muni vinna varnarsigur að lokum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is