Í gær var gengið frá kaupum Bílanausts hf. á öllu hlutafé Hjólbarðahöllinni hf. Seljendur eru Hreinn, Birgir og Gunnar Vagnssynir og mun Birgir sem verið hefur framkvæmdastjóri Hjólbarðahallarinnar stýra félaginu áfram. Hjólbarðarhöllin er gamalgróið fyrirtæki í innflutningi og sölu á hjólbörðu og felgum fyrir fólksbíla og jeppa.

Hjólbarðahöllin er með umboð fyrir hin þekktu Kumho dekk og einnig Ground Hawg auk fleiri merkja.

Árið 1980 var Hjólbarðaþjónustan hf stofnuð af bræðrunum Birgi og Hreini að Fellsmúla 24. Keyptu þeir reksturinn af Hreyfli en þeir höfðu unnið fyrir þá í 2 ár. Fyrirtækið hlaut nafnið Hjólbarðahöllin 2 árum seinna. Nokkru síðar bættist Gunnar í hópinn og voru þeir þá þrír bræður að reka verkstæðið. Hjólbarðahöllin hefur frá árinu 1983 séð um umboð og innflutning á eftirsóttum álfelgum og dekkjum. Hjólbarðahöllin hefur í gegnum tíðina verið stuðningsaðili bæði akstursíþrótta á Íslandi sem og golfmóta og verið kostunaraðili að ófáum keppnum.