Undirritaðir hafa verið samningar um kaup Bílanausts á hlut í Nítró ehf. Nítró flytur inn og selur Kawasaki, Husaberg, Beta og Vento mótorhjól, varahluti, hjálma fatnað og fylgihluti. Félagið var stofnað á árinu 2003 og hefur verið rekið af Hauki Þorsteinssyni og Theodóru Heimisdóttur. Um miðjan október mun Nítró flytja starfsemi sína að Bíldshöfða 9 - í suðurhluta verslunar Bílanausts.

Nítró mun starfa áfram undir eigin nafni og munu Haukur og Theodóra stýra rekstri þess. "Við stefnum að því að öll vara Nítró verði seld í gegnum Fjölni þannig að viðskiptavinir Bílanausts og Nítró geti nýtt sér kassakerfið og greitt fyrir vörur beggja félaganna í einu lagi," segir Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri Bílanausts í frétt á heimasíðu þeirra.

Starfsmenn Nítró eru 6-7 manns.