„Við hlökkum til að takast á við spennandi verkefni ársins 2013,“ segir Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri Bílanausts, en fyrirtækið hefur opnað á nýjan leik undir eigin merki. Það rann inn í olíuverslunina N1 fyrir sex árum en varð til sem sjálfstætt fyrirtæki við uppstokkun og einföld á rekstri N1 seint á síðasta ári.

Fram kemur í tilkynningu frá Bílanaust að fyrirtækið muni starfrækja sjö sérverslanir með varahluti, aukahluti í bíla, verkfæri, rekstrar- og iðnaðarvörur ásamt söludeild og tækniþjónustuverkstæði. Starfsmenn verða 60 talsins.

Bílanaust var stofnað árið 1962 og verður rykið dustað af gamla merki fyrirtækisins.

Ein verslun Bílanausts verður að Bíldshöfða í Reykjavík, önnur í Kópavogi, sú þriðja í Hafnarfirði, fjórða í Reykjanesbæ, á Selfossi og Egilsstöðum. Stefnt er að því að opna sjöundu verslun Bílanausts á Akureyri í næstu viku.