*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 8. maí 2013 08:05

N1 með Bílanaust í söluferli

Bílanaust var skilið frá rekstri N1 um áramótin. Nú stendur til að selja reksturinn. Stefnt er að skráningu N1 á markað fyrir árslok.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Guðjónsson

„Við búumst við að fá niðurstöðu í málið mjög fljótlega hvort af sölunni verður," segir Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjórnar N1, í samtali við vb.is en viðræður um sölu á Bílanausti, félagi í eigu olíuverslunar N1 eru langt komnar. Bílanaust var tekið út úr N1 í fyrravetur og varð sjálfstætt fyrirtæki í byrjun þessa árs. Margrét fór stuttlega yfir söluferlið á aðalfundi N1 í gær.

Ef af verður mun Bílanaust ekki fylgja með við skráningu N1 á hlutabréfamarkað sem stefnt er á að ljúka fyrir árslok.

Margrét vildi ekki tjá sig um viðræðurnar að öðru leyti en því að stutt sé í að niðurstaða liggi fyrir um málið.

Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjórnar N1.