Ítalski bílaframleiðandinn FIAT kynnti í gær stofnun sameiginlegs fyrirtækis FIAT og kínverska bílaframleiðandans Guangzhou Automobile Group. Eiga félögin fyrirtækið að jöfnu (50/50) og er því ætlað að framleiða bílvélar og bíla fyrir kínverskan markað.

Að því er fram kemur á vefsíðu bandaríska blaðsins The Detroit News í dag verður byggð 173 ekru verksmiðja í Changsha í Hunan héraði í Kína. Mun hún kosta yfir 556 milljónir dollara og á framleiðslan að hefjast þar síðla árs 2011. Á verksmiðjan að geta framleitt 140.000 bíla og 220.000 bílvélar á ári. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka framleiðsluna síðar í 250.000 bíla á ári og 300.000 vélar.

Ráðgert er að framleiða sparneytna og mengunarlitla bíla í verksmiðjunni í Kína. Guangzhou Automobile Group er eignarhaldsfélag í eigu kínverska ríkisins semvelti um 16 milljörðum dollara á síðasta ári. Félagið á fjölmörg fyrirtæki sem eru í sameiginlegruu eigu með öðrum erlendum fyrirtækjum. Má þar nefna samtarfsaðila eins og Honda og Toyota Motor Corp. og voru framleiddir um 530.000 bílar á vegum samstarfsfyrirtækja þessara aðila 2008.

Fiat hafði áður unnið að samstarfi við Chery Automobile sem er stærsti bílaframleiðandinn í Kína, en þau áform voru lögð til hliðar í mars.